Lambo leiðir þoturnar

Óneitanlega magnaður Huracan leiðsögubíll á flugvellinum í Bologna á Ítalíu.
Óneitanlega magnaður Huracan leiðsögubíll á flugvellinum í Bologna á Ítalíu.

Mögnuð móttaka bíður farþega sem koma til flugvallarins í Bologna á Ítalíu. Ekkert minna en hinn öflugi sportbíll Lamborghini Huracan RWD, sem á er ljósaskilti sem segir flugmönnum „fylgið mér“ eftir lendingu.

Tilvalið þótti að fá þennan sérstaka sportbíl til þessara starfa því samsetningarsmiðja Lamborghini er handan við flugvallarhornið, í Sant'Agata Bolognese.

Eintaki af afturhjóladrifnum ofurbílnum var pakkað inn og málað í sérstökum gulum og gráum einkennislitum flugvallarins. Er útlit hans höfundarverk stílfræðideildar bílsmiðsins, Centro Stile Lamborghini.

Í Lamborghini Huracan er 580 hestafla V10-vél fyrir miðjum bíl. Sakir aflsins kemur hún bílnum í hundraðið úr kyrrstöðu á aðeins 3,2 sekúndum. Freistandi væri kannski fyrir ökumanninn að spretta úr spori á löngum flugbrautunum en þá væri lítið gagn að honum og líklegt að ókunnugir flugmenn myndu rammvillast.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lamborghini hefur átt samstarf við flugvöllinn í Bologna. Árið 2013 var Aventador með V12-vél í sams konar þjónustustörfum þar er hálfrar aldar afmælis flugvallarins var minnst. agas@mbl.is

Óneitanlega magnaður Huracan leiðsögubíll á flugvellinum í Bologna á Ítalíu.
Óneitanlega magnaður Huracan leiðsögubíll á flugvellinum í Bologna á Ítalíu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: