Gamlingjar á gömlum bílum

Renault Clio af annarri kynslóð, þ.e. eldri en 15 ára, …
Renault Clio af annarri kynslóð, þ.e. eldri en 15 ára, eru algengustu bílar eldri borgara í Frakklandi.

Þekkt er að eldra fólk og ráðsett sem komið er yfir lífsins basl og á lygnan lífsins sjó kaupi sér nýjan bíl til að geta farið áhyggjulaust erinda sinna eða í ferðir.

Það sem vekur hins vegar athygli við athugun á frönsku bifreiðaskránni er hversu gamlir bílar eldri Frakka að jafnaði eru. En skyldu þeir eiga einhvern uppáhaldsbíl?

Jú, það leikur ekki á tveimur tungum því í ljós kemur að 155.263 Frakkar 62 ára og eldri aka um á Renault Clio af annarri kynslóð hans, það er bílar sem smíðaðir voru fyrir 2004.

Í öðru sæti eru Dacia Sandero en ellismellirnir eiga 131.037 slíka. Í þriðja sæti er svo Clio af þriðju kynslóð sem skráðir eru í 110.594 Frakka 62 ára og eldri.

Meðal 20 annarra módela sem eldra fólk hefur helst valið sér eru fimm önnur módel af Renaultbílum, fjögur af Peugeot, tvö Citroen-módel og tvö af Volkswagen. Af Peugeot bílunum er 208-bíllinn algengastur meðal eldri borgara.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: