Byrji á viðráðanlegu mótorhjóli

Hallgrímur Ólafsson
Hallgrímur Ólafsson

Hallgrímur Ólafsson, sölumaður hjá Bike Cave og umboðsaðili Ducati á Íslandi, segir markaðinn fyrir ný ítölsk sportmótorhjól enn með rólegasta móti. „Margir hafa áhuga, og þegar viðrar vel byrjar síminn að hringja, en nær sjaldan lengra en það. Á meðan höldum við dampi og þjónustum eigendur eldri Ducati-mótorhjóla með íhluti í hjólin.“

Samsetning mótorhjóla-þjóðflokksins virðist vera að breytast og hefur Hallgrímur áhyggjur af lítilli nýliðun. „Eldra bifhjólafólk er að koma aftur á götuna eftir efnahagslægðina, en unga fólkið stendur frammi fyrir því að prófin hafa aldrei verið strembnari, svo að þau þurfa að yfirstíga mun hærri þröskuld en við sem eldri erum.“

Vanmeta kraftinn

Aðspurður hvernig fólk ætti að hátta sínum fyrstu mótorhjólakaupum segir Hallgrímur mikilvægt að kaupendur þekki sín mörk því öflugustu hjólin á markaðinum í dag séu ekki fyrir hvern sem er að tækla. „Slysatölurnar benda einmitt til að þeir bifhjólaökumenn sem eru í mestri hættu séu karlmenn á miðjum aldri sem voru duglegir að nota mótorhjól á sínum yngri árum, en ætla síðan að gera það sama á glænýju og kröftugu hjóli í dag sem þeir gátu gert þá. Aflið er orðið allt annað og varla hægt að segja að mótorhjólin sem hafa stærstu vélarnar séu mjög notendavæn.“

Ætti enginn að skammast sín fyrir að byrja á aflminna hjóli og ná smám saman upp meiri hæfni á ökutæki sem fer ekki svo geyst að hætta sé á að brjóta hvert bein í líkamanum fari eitthvað úrskeiðis. „Fallegur Ducati Scrambler er t.d. fínt fyrsta hjól, og svo hægt að færa sig yfir í öflugari mótorfák síðar,“ segir Hallgrímur og minnir á að fyrir mestu sé að allir komi heilir heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »