Mini Cooper í rafklæðum

Mini Cooper SE er fyrsti hreini rafbíll Mini.
Mini Cooper SE er fyrsti hreini rafbíll Mini.

Mini hefur fært Mini Cooper í rafbúning. Með 32,6 kílóvattstunda rafgeymi og 135 kílóvatta rafmótor dregur hann 235 kílómetra.

Til viðbótar er gefið upp að rafbíll þessi komist úr kyrrstöðu í hundraðið á 7,3 sekúndum.

Nokkur eftirvænting hefur ríkt vegna Cooper-rafbíls Mini sem er annar hreini rafbíllinn úr stalli BMW. Er hermt að hann deili ýmsum íhlutum, sérstaklega í aflrásinni, með BMW i3S rafbílnum.

BMW mun ekki hafa viljað að i3S félli í skugga af Mini Cooper og því er geymisgetan aðeins 32,6 kílóvött, eða 9,6 kWt stundum en i3.

Þá er rafgeymirinn í Cooper útfærður öðruvísi en hann er T-laga og er að finna undir aftursætunum. Sem er algeng útfærsla á bílum sem ekki eru smíðaðir frá grunni sem rafbílar. Hann er 18 millimetrum hærri en Mini Cooper og 145 kílóum þyngri. Eiginþyngd er 1.365 kíló og farangursrýmið 211 lítra. Með því að leggja niður baksætin eykst það í 731 lítra.

Að sögn forsvarsmanna Mini mun Cooper rafbíllinn veita ökumanni svipaða aksturstilfinningu og undir stýri körtu. Spila þar saman óvenju lágur þyngdarpunktur og mikil drifkraftur og snarpt upptak rafmótorsins.

agas@mbl.is

mbl.is