Bjallan er öll

Síðasta Bjallan rennur af færiböndum bílsmiðju VW í Mexíkó.
Síðasta Bjallan rennur af færiböndum bílsmiðju VW í Mexíkó.

Þökk sé jeppunum eru dagar Bjöllunnar taldir. Volkswagen hefir endanlega tekið hana úr framleiðslu, eins og stefnt hafði í undanfarin misseri. Síðustu árin var hún smíðuð í Mexíkó.

Lokaeintak Bjöllunnar var í gallabuxnabláum lit og verður það fyrst um sinn varðveitt á Puebla-safninu í Mexíkóborg. Volkswagen hafði tilkynnt í september í fyrra að stutt væri í endalokin.

Fyrsta Volkswagen-Bjallan kom á götuna árið 1938 og hefur bíllinn haft á sér yfirbragð goðsagnar lengstum. Var hún smíðuð í upprunalegri útfærslu allt til ársins 2003, á ýmsum markaðssvæðum. Runnu 23 milljónir eintaka af færiböndum samsetningarsmiðja á þeim tíma.

Árið 1998 kom öllu nútímalegri bíll, „Nýja bjallan“, til sögunnar. Hresst var upp á þá útgáfu árið 2012 og þeirrar gerðar var lokabíllinn.

Bílsmiðjan í Mexíkó verður nú lögð undir jepplinga fyrir Ameríkumarkaði.

Víst þykir að margur aðdáandi Bjöllunnar muni sjá á eftir henni með miklum söknuði.

agas@mbl.is

Þau voru á vaktinni er síðasta Bjallan rann af færiböndum …
Þau voru á vaktinni er síðasta Bjallan rann af færiböndum bílsmiðju VW í Mexíkó.
Upprunaleg Bjalla (t.v.) og sú síðasta.
Upprunaleg Bjalla (t.v.) og sú síðasta.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »