Mengunarfrír ísbíll léttir brún

Fyrsti mengunarfríi ísbíllinn.
Fyrsti mengunarfríi ísbíllinn.

Í hitabylgjunni að undanförnu hafa myndast langar raðir við íssölustaði þar sem fólk bíður þess að komast yfir svalandi ís til mótvægis við hitann.

Nú er kominn á markað nýstárlegur ísbíll sem leysa mun af aðra gamla bíla sem flestir hafa verið knúnir gölum dísilvélum. Þeir hafa spúið ómældri mengun yfir foreldra sem beðið hafa í röð með börnum sínum. Yfirvöld hafa haft áhyggjur af þessum bílum og ýmsar sveitarstjórnir í Bretlandi, til dæmis, hafa íhugað að banna þá á miðbæjarsvæðum.

Í London hafa ísbílar verið leyfðir til þessa á svæðum lítillar losunar en stæðisgjöld fyrir þá hafa verið afar há vegna mengunarinnar sem stafar frá þeim.

Hafi einhverjir óttast að ísbílar myndu hverfa með öllu þá geta þeir tekið gleði sína á ný. Nissan hefur nefnilega tekið höndum saman við skoska ísframleiðandann Mackie's og smíðað fyrsta mengunarfría ísbíl Bretlands, en þar er á ferð hreinn rafbíll. Frumgerðin er smíðuð upp úr rafsendibílnum Nissan e-NV200 og í honum er allur búnaður til að þjóna sólgnum ísneytendum.

Ísbíll þessi hefur 200 km drægi og býr yfir 125 km/klst. hámarkshraða. Hann er og búinn 40 kílóvattstunda rafgeymi en tækjabúnaður ísbúðarinnar fær hins vegar rafmagn frá lausum orkupakka sem sólarsellur á bílþakinu endurhlaða.

agas@mbl.is

Sólrafhlöður leggja ísgerðarbúnaði fyrsta mengunarfría ísbílsins til raforku.
Sólrafhlöður leggja ísgerðarbúnaði fyrsta mengunarfría ísbílsins til raforku.
Svalandi ís kemur sér vel þegar heitt er í veðri.
Svalandi ís kemur sér vel þegar heitt er í veðri.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »