Innkalla 165 bíla af gerðinni Volvo XC90

Nýi Volvo XC90 jeppinn.
Nýi Volvo XC90 jeppinn.

Bifreiðaumboðið Brimborg hefur ákveðið að innkalla 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerðinni 2016.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga, að því er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.

Viðgerð felst í að skipt verður um kælivatnshosuna í öllum bílum. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

mbl.is