400 sendar tryggja sambandið

Nú ættu allir notendur Waze-appsins að komast leiðar sinnar í …
Nú ættu allir notendur Waze-appsins að komast leiðar sinnar í veggöngum á Parísarsvæðinu.

Farsímasamband og þar með GPS-samband í veg- og jarðgöngum hefur verið vandkvæðum bundið, sérstaklega í göngum af lengri gerðinni.

Nú er búið að ráða bóta á slíkum vanda í löngum göngum á Parísarsvæðinu, frá borginni Nanterre inn að La Defense hverfi Parísar, að sögn franska bílablaðsins Auto Plus.

Ekkert minna en 400 senda þurfti dugði til að tryggja óslitið GPS-samband á leið gegnum göngin. Það er fyrirtækið  Waze sem lét setja sendana upp en það er í eigu Google og veitir notendum samnefnds apps gervihnattaleiðsöguþjónustu. Sendar Waze geta þjónað hvaða GPS-leiðsögutæki sem er. Ljóst er því að enginn þarf að hafa lengur á tilfinningunni að vera áttavilltur í göngum þessu.  

mbl.is