Tómaþyngdin skiptir máli

Alfa Romeo Giulia á bílasýningunni í Detroit.
Alfa Romeo Giulia á bílasýningunni í Detroit. AFP

Eigin þyngd bíla hefur áhrif á aksturseiginleika þeirra en þó er það eiginlega puttaregla, að hestaflafjöldi véla bíla eykst samfara aukinni þyngd.

Stallbakar í hópi fjölskydubíla keppa um hylli neytenda með íveruþægindum og tæknibúnaði. Getur sá búnaður og sú tækni haft áhrif á jafnvægi í bílunum og þar með getu og akstursánægju.

Blaðamenn franska bílaritsins Auto Plus reynslukeyra tugum fólksbíla árlega og hafa til þess gamla aflagða kappaksturs- og þróunarakstursbraut í Montlhery utan við París. Þar sinna sjö menn að staðaldri reynsluakstri og mælingum hvers konar á afkastagetu bíla.

Í nýjasta eintaki blaðsins hafa þeir raðað upp eftir eiginþyngd öllum dísilbílum sem þeir prófuðu í fyrra og má sjá árangurinn hér að neðan.

Bílarnir voru að meðaltali 1709 kíló og aðeins einn bíll var undir 1500 kílóum, eða Alfa Romeo Giulia með 150 hesta 2,2 lítra vél. Í  neðsta sæti varð Mercedes CLS 400 d 4Matic með tveggja tonna tómaþyngd.

Athygli vekur að  Jaguar XE og XF virðast í engu njóta yfirbyggingar úr áli. Urðu þeir neðar en keppinautar með þyngri yfirbyggingu úr  stáli. Urðu þeir í aðeins 25. og 29. sæti af 30.

Í listanum hér á eftir er eiginþyngd viðkomandi bíla að finna framan við nöfn þeirra. Í svigum er að finna hestaflatölu bílanna:

1486    Alfa Romeo Giulia 2,2 dísil (150 hö)
1521    Mazda 6 2,2 SkyActiv-D (150 hö)
1525    Peugeot 508 1,6 Blue-HDi EAT8 (130 hö)
1550    Opel Insignia Gd Sport 1,6 dísil BVA (136 hö)
1578    BMW 320d (190 hö)
1583    Opel Insignia Gd Sport 2,0  dísil (170 hö)
1593    Skoda Superb 2,0 TDI DSG (150 hö)
1615    Audi A4 40 TDI S tronic (190 hö)
1622    Alfa Romeo Giulia 2,2 dísil AT8 (190 hö)
1633    Audi A5 Sportback 40 TDI S tronic (190 hö)

1638    VW Arteon 2,0 TDI DSG7 (150 hö)
1639    Peugeot 508 BlueHdi EAT8 (180 hö)
1671    Peugeot 508 BlueHdi EAT8 (160 hö)
1674    Mercedes Classe C 220 d (194 hö)
1676    Jaguar XE 2,0 D BVA (180 hö)
1681    Mazda 6 2,2 SkyActiv-D (184 hö)
1705    Renault Talismann 2,0 Blue dCi EDC6 (160 hö)
1712    BMW 520d A (190 hö)
1713    VW Arteon 2,0 TDI DSG7 (190 hö)
1731    Volvo S90 D3 BVA (190 hö)

1748    Renault Talismann 2,0 Blue dCi EDC6 (200 hö)
1769    Volvo S90 D3 BVA (150 hö)
1826    Audi A6 40 TDI (204 hö)
1833    Mercedes Classse E 220 d (194 hö)
1880    Jaguar XF 2,0 D AWD (180 hö)
1891    BMW 530d xDrive (265 hö)
1892    Volvo S90 D5 AWD (235 hö)
1939    Mercedes Classse E 350 d (258 hö)
1949    Jaguar XF 3,0 D (300 hö)
2000    Mercedes CLS 400 d 4Matic (340 hö)

mbl.is