Hert á símbanni

Brotlegur bílstjóri.
Brotlegur bílstjóri.

Yfirvöldum í Frakklandi býður við hversu algeng og mikil notkun farsíma undir stýri er. Því hafa þau ákveðið að herða refsingar við því hátterni.

Viðurlög við símnotkun í akstri hafa verið þung, eða 135 evru sekt, sem svarar rúmum 18.000 krónum og afnámi þriggja svonefndra ökuskírteinispunkta.

Þetta hefur þó hvergi dugað sem fælingarmáttur því ítrekaðar rannsóknir hafa leitt í ljós að minnst sjö af hverjum tíu ökumönnum brýtur öll notkunarbönn. Hlutfallið er hærra í aldurshópnum undir 24 ára aldri eða 80%.

Nú blasir grimmari ásjóna yfirvaldsins við hinum sökóttu því felist fleir brot í akstri þeirra auk símanotkunarinnar - sem algengt mun vera - mega þeir búast við að ökuskírteini þeirra verði klippt á staðnum.

mbl.is