Næstflestir fólksbílar hér

Fólksbílaeign á Íslandi og í Evrópu.
Fólksbílaeign á Íslandi og í Evrópu. mbl.is/

Ísland er í öðru sæti á lista yfir flesta fólksbíla á hverja þúsund íbúa í Evrópulöndum. Þetta kemur fram þegar fjöldi fólksbíla á Íslandi er borinn saman við nýlega umfjöllun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, um þessi mál.

Eins og sjá má á kortinu hér til hliðar eru hlutfallslega flestir fólksbílar miðað við íbúa í smáríkinu Liechtenstein en þar voru 773 fólksbílar á hverja þúsund íbúa árið 2016.

Fólksbílar voru um 712 á hverja þúsund íbúa í ársbyrjun 2017 á Íslandi en í þriðja sæti situr Lúxemborg, efst Evrópusambandsríkja, með 670 bíla á hverja þúsund íbúa.

46 milljónir í Þýskalandi

Næst Norðurlanda er Finnland í fimmta sæti, með 617 fólksbíla á hverja þúsund íbúa. Norðurlöndin skipa sér svo í sæti nokkuð neðar á listanum, Noregur í 15. sæti, Svíþjóð í 22. sæti og Danmörk í 26. sæti.

Í umfjöllun Eurostat kemur fram að þekkt bílaríki, Þýskaland og Ítalía, hafi verið efst á lista yfir lönd með flesta bíla í það heila. Árið 2017 hafi í Þýskalandi verið 46 milljónir fólksbíla og 37 milljónir á Ítalíu.

Skilar það Ítölum fjórða sæti á listanum hér til hliðar og níunda sæti fyrir Þjóðverja, sem sitja á milli Póllands og Austurríkis.

Þriðja neðst á listanum er Rúmenía, en í umfjöllun Eurostat segir að Rúmenía sé svo lágt á listanum þrátt fyrir að skráðum bílum þar í landihafi fjölgað um næstum 10% á árabilinu 2013-2015.

Neðst á listanum eru svo tvö umsóknarríki að Evrópusambandinu, Norður-Makedónía og Tyrkland.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »