Dýrt verður hjól Presley

Harley-Davidson FLH 1200 Electra Glide mótorhjól Presley er metið tveggja …
Harley-Davidson FLH 1200 Electra Glide mótorhjól Presley er metið tveggja milljóna dollara virði, eða sem svarar 245 milljónum króna.

Síðasta mótorhjólið í eigu Elvis Presley fer senn undir hamarinn, en um er að ræða lítið sem ekkert notað Harley-Davidson FLH 1200 Electra Glide af árgerðinni 1976.

Sérfræðingar telja að hjólið muni ryðja öllum fyrri metum hvað verðmæti mótorhjóla varðar. Presley keypti það 11. ágúst 1976, eða um það bil ári fyrir andlát sitt en það er blátt að lit. Hann hafði einungis ekið því 126 mílur - 203 kílómetra - er hann féll frá.

Allt frá því hefur hjólið verið safngripur á Pioneer Auto Museum í Murdo í Suður-Dakota. Verður það selt í fjáröflunarskyni hjá uppboðshaldaranum GWS Auctions. Því er spáð að það verði slegið á milli 1.750.000 oh 2.000.000 milljóna dollara.

Þó það færi á lægri upphæðina yrði fyrra mótorhjólamet kyrfilega slegið. Það hljóðar upp á 929.000 dollara sem fengust fyrir Vincent Black Lightning hjól.

Harley-Davidson FLH 1200 Electra Glide mótorhjól Presley er metið tveggja milljóna dollara virði, eða sem svarar 245 milljónum króna.

mbl.is