Mercedes sektað upp á milljarð evra

Mercedes Benz á yfir sér fjársektir fyrir sviksemi.
Mercedes Benz á yfir sér fjársektir fyrir sviksemi.

Þýska tímaritið Der Spiegel hélt því fram í dag, að Mercedes-Benz eigi yfir höfði sér eins milljarðs evra sekt fyrir að hafa komið stafrænum brellubúnaði í vélkerfi 280.000  E- og C-class módela til að villa um fyrir mengunarmælingum.

Að sögn tímaritsins er reikningurinn stílaður á móðurfélagið Daimler og muni hann hljóma upp á 800 til 1.000 milljóna evra. Hafi yfirvöld, Kraftfahrt-Bundesamt, komist að þeirri niðursöðu að villuhugbúnaðurinn hafi brotið í bága við lög Evrópusambandsins (ESB). Honum var á sínum tíma komið fyrir í nokkrum vinsælum Mercedesmódelum, svo sem  Mercedes-Benz C-Class og E-Class dísilbílum, þar á með módelunum C220 CDI og E220 CDI.

Hugbúnaðurinn gerði bílunum kleift að standast þau því fyrir hans tilstilli sýndu mælingar á útblæstri nituroxíðs og koltvíildis undir mörkum í skoðunarstöðvum. Að sögn Spiegel hefur  Daimler verið gert að innkalla um 280.000 bíla til að nema hugbúnaðinn úr þeim.

Þá segir að saksóknari í Stuttgart sé með til skoðunar að leggja 5.000 evra sekt á hvern einasta þessara sökóttu bíla.

Í nýliðnum júní sektaði fyrrgreind bílastofnun Daimler og gerðu fyrirtækinu að innkalla  60.000 GLK dísilbíla vegna svikabúnaðar. Hafa yfirvöld í Þýskalandi þar með leitt í ljós að villandi hugbúnaði hafði verið komið fyrir í rúmlega 760.000 bílum þar í landi.

Daimler á einnig yfir höfði sér saksókn af hálfu bandarískra yfirvalda vegna mælingasvika. Eru þau talin geta verið fyrirtækinu kostnaðarsöm.

Volkswagen, Audi og Porsche sektaðir líka

Saksóknarar í Þýskalandi hafa þegar gripið til sekta gegn þýsku bílsmiðunum Volkswagen, Audi og Porsche fyrir að villa um fyrir mengunarmælum varðandi útblástur og losun mengangi lofttegunda. Í maí sektaði saksóknarinn í Stuttgart Porsche um 535 milljónir evra, rafvélasmiðinn um 90 milljónir evra vegna blekkingarbúnaðarins. Skömmu áður skellti  saksóknari í Braunschweig eins milljarðs evra sekt á Volkswagen og saksóknari München rétti  Audi sektarmiða upp á 800 milljónir evra.

mbl.is