Innkallar 19 Mitsubishi L 200

Pallbíllinn Mitsubishi L-200.
Pallbíllinn Mitsubishi L-200.

Hekla  hefur ákveðið að innkalla 19 Mitsubishi L200 pallbifreiðar af árgerð 2016.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hnoð í festingum fyrir stigbretti geta ryðgað í sundur. Gerist það gæti stigbrettið losnað af og skapað slysahættu, að því er fram kemur á vef Neytendastofu

Viðgerð felst í því að hnoð eru fjarlægð og boltar og rær settar í stað þeirra.

mbl.is