Heimskulegt hátterni og hættulegt

Bíllinn textaskrifarans staðnæmdist á hvolfi.
Bíllinn textaskrifarans staðnæmdist á hvolfi.

Það virðist illa ganga hjá ökumönnum að temja sér hátterni undir stýri sem skilgreina mætti sem skynsemi.

Ítrekaðar athuganir benda til að verulega fjölmennur hópur bílstjóra hikar ekki við að brúka farsíma í umferðinni. Til samtala eða textasendinga.

Afleiðingar þess geta verið afdrifaríkar og hörmulegar, eins og meðfylgjandi myndskeið frá Kanada sýnir.

Í ljós kom að ökumaður bílsins var að skrifa textaboð í síma sinn þegar hann missti stjórn á bílnum og skall á rafmagnsstaur við vegarbrún. Myndavélin kom upp um hann.  

Mildi þykir að enginn skyldi slasast en lögreglan birt myndskeiðið öðrum til aðvörunar um óæskilegt hátterni við stjórn bifreiðar.

mbl.is