Ólík tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu

Banaslys í umferðinni á Íslandi og í Evrópu.
Banaslys í umferðinni á Íslandi og í Evrópu.

Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017.

Alls er talið að um 25 þúsund manns hafi látist í banaslysum á vegum í þessum löndum á því ári eða um 50 að jafnaði á hverja milljón íbúa. 46% allra banaslysa í umferðinni urðu í fólksbifreiðum þ.e. fólksbílum og jeppum, en í 21% tilvika létu gangandi vegfarendur lífið.

Eurostat ber saman fjölda látinna í umferðarslysum milli landa með því að reikna banaslysatíðnina á hverja milljón íbúa. Fjöldi látinna í umferðinni var hvergi meiri en í Búlgaríu eða 99 á hverja milljón íbúa á þessu ári en lægst var tíðnin í Noregi eða 20,2 á hverja milljón íbúa. Á Íslandi létu 16 einstaklingar lífið í umferðarslysum á árinu 2017 sem samanburður Eurostat tekur til. Þetta voru töluvert færri dauðsföll miðað við höfðatölu en í meirihluta Evrópulanda á þessu ári og jafngilda því að um 47 hafi látið lífið í umferðarslysum á Íslandi reiknað á milljón íbúa. Ísland er í 19 sæti af löndunum 32 yfir tíðni banaslysa í umferðinni á árinu 2017.

Sjá fréttaskýringu um mál þetta í heild á miðopnu  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »