Nissan Leaf grænasti rafbíllinn

Nissan Leaf grænasti rafbíllinn að mati Green NCAP.
Nissan Leaf grænasti rafbíllinn að mati Green NCAP.

Ný kynslóð rafbílsins Nissan Leaf hlaut á dögunum fullt hús stiga, fimm stjörnur, hjá óháðu evrópustofnunni Green NCAP fyrir framúrskarandi orkunýtni við mismunandi aðstæður.

Við prófanirnar var bílnum bæði ekið í miklum hita og miklum kulda til að mæla orkunýtnina og einnig á evrópskum hraðbrautum.

Leaf, sem hefur frá upphafi verið mest seldi rafknúni fimm manna fólksbíllinn á markaðnum, hlaut einnig hæstu einkunn í loftgæðaprófunum Green NCAP þar sem hann hlaut 10 stig af 10 mögulegum.

Green NCAP er hluti Euro NCAP og hefur það hlutverk að stuðla að þróun umhverfislega hreinna og orkunýtinna bíla og veita þeim framleiðendum viðurkenningu sem standa fremst á sínu sviði í þágu aukinna loftgæða og betri auðlindastjórnar.

Allt frá því að Nissan kynnti Leaf, fyrsta fjöldaframleidda rafbílinn á markaðnum í lok árs 2010, hefur Nissan leitt þróun rafbílatækninnar og breytt almennum hugmyndum manna um hlutverk og notagildi bíla í samfélagi framtíðarinnar.

„Sýn Nissan birtist í hugmyndafræði fyrirtækisins sem kallast Nissan Intelligent Mobility, þar sem fleiri og fleiri nýjungum eru gerð skil og komið í framleiðslu fyrir nýjar kynslóðir bíla. Meðal nýjunga sem orðnar eru að veruleika er t.d. gagnvirki orkupedalinn e-Pedal sem eykur hraða og hægir með virkum hætti á hraða bílsins í samræmi við þunga fótstigs ökumannsins og veitir honum enn betri stjórn á akstrinum. Nissan e-Pedal felur í sér byltingarkennda og jákvæða upplifun í akstri,“ segir í t ilkynningu.

mbl.is