„Verður oftar en ekki ofan á“

Ökumaður hefur í kringum sig allt sem hann þarf til …
Ökumaður hefur í kringum sig allt sem hann þarf til að afkasta miklu.

Sendibílarnir frá Renault hafa öðlast sterka stöðu á íslenska markaðinum og hafa það sem af er þessu ári selst betur en sendibílar nokkurs annars framleiðanda. Knútur Steinn Kárason, vörumerkjastjóri hjá BL, er að vonum kampakátur með þennan árangur og segir horfurnar góðar.

Þannig hafi Renault nýlega kynnt til sögurnar uppfærðar útgáfur af Trafic og Master sendibílunum með vel heppnuðum og smekklegum útlitsbreytingum bæði að innan og utan samhliða því að ýmsum tækninýjungum hefur verið bætt við.

„Það fyrsta sem maður kemur auga á er breytt útlit framhlutans og ný lögun á framljósunum, en stærsta breytingin er undir yfirborðinu í formi nýrrar EDC- sjálfskiptingar,“ útskýrir Knútur. „EDC stendur fyrir „Efficient Dual Clutch“ og er um að ræða tvöfalda kúplingu sem bæði er mjúk og viðbragðsgóð en hefur umfram allt þau áhrif að gera sendibílinn sparneytnari.“

Með tommustokkinn í sýningarsalnum

Trafic og Master hafa fengið vel heppnaða andlitslyftingu og ljósin …
Trafic og Master hafa fengið vel heppnaða andlitslyftingu og ljósin áberandi snotur.


Spurður hverju má helst þakka háar sölutölur Renault-sendibíla segir Knútur að það sé helst blanda af mikilli tryggð viðskiptavina sem kynnast hafa merkinu, og svo það að reynslan hefur sýnt að Renault framleiðir endingargóða sendibíla sem þægilegt er að nota daginn út og inn. „Við val á sendibíl leggjast kaupendur oft í miklar rannsóknir, rýna í tölur um burðargetu og eyðslu, og mæta með tommustokkinn til að ganga úr skugga um að hleðslurýmið sé nógu stórt – og eftir allar þessar pælingar verður Renault oftar en ekki ofan á.“

Af áhugaverðum tækninýjungum nefnir Knútur að í þeim Renault-sendibílum sem BL mun flytja inn verður þráðlaust hleðslutæki fyrir farsíma staðalbúnaður. „Fólk sem er á ferðinni allan daginn, hvort heldur sem er með vörur eða til að sinna ýmsum verkefnum, reiðir sig mikið á símann sinn og getur rafhlaðan verið fljót að tæmast. Er samt ekki gaman að þurfa að hafa lausa USB-snúru við höndina öllum stundum og þægilegt að geta einfaldlega lagt símann á þar til gerðan bakka og þar sem hann hleður sig sjálfur,“ segir Knútur. „Þráðlausa hleðslan er engin hraðhleðsla, en skaffar nógu mikla orku til að nóg rafmagn sé á símanum til að endast út langan vinnudag.“

Hjálpar til í hliðarvindi

Bílaleigurnar halda upp á Trafic í smárútu-útfærslu enda með gott …
Bílaleigurnar halda upp á Trafic í smárútu-útfærslu enda með gott pláss fyrir alla.


Önnur mjög gagnleg viðbót, sem virðist eins og sniðin að íslenskum aðstæðum, er búnaður sem hjálpar ökumanni að halda sendibílnum stöðugum í miklum hliðarvindi. „Hjá Renault kalla þeir þessa tækni „Sidewind Assist“ og virkar hún þannig að ef ekið er yfir 70 km/klst á beinum vegi getur bíllinn greint það ef sterkur vindur blæs á hlið ökutækisins og togar þá í stýrið sem því nemur svo auðveldara sé fyrir ökumann að leiðrétta fyrir áhrif vindsins,“ útskýrir Knútur. „Þessu til viðbótar má núna fá sendibíla Renault með árekstrarvörn sem hemlar sjálfkrafa ef hætta er á árekstri við ökutæki eða gangandi vegfaranda og með skynjara sem varar við því ef ökumaður gerir sig líklegan til að beygja eða skipta um akrein þegar annar bíll reynist vera í blindpunkti hliðarspegilsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: