Prófa búnað sem les og flettir upp númerum ökutækja

Myndavélarnar á þaki lögreglubílanna lesa númer af skráningarplötum ökutækja og …
Myndavélarnar á þaki lögreglubílanna lesa númer af skráningarplötum ökutækja og senda í lögreglukerfið. Upplýsingarnar eru notaðar til að finna ýmsar upplýsingar um ökutækin og hvort allt er í lagi. Ljósmynd/RLS

Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) er nú að prófa búnað sem á að geta lesið númer ökutækja í umferðinni og flett númerunum upp í tölvukerfi lögreglunnar. Þannig eiga lögreglumenn að geta séð um leið hvort bíll sé t.d. ótryggður, óskoðaður eða eftirlýstur af einhverjum ástæðum.

Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá RLS, sagði að íslenska lögreglan hefði haft augastað á svona lausnum um nokkurt skeið og prófað svipaðan búnað áður. Lögregla í mörgum Evrópulöndum, í Bandaríkjunum og víðar notar svipaða tækni. Laga þarf búnaðinn að aðstæðum í hverju landi.

„Við erum að kanna hvernig búnaðurinn vinnur með íslensk skráningarnúmer, annars vegar mismunandi lögun númeraplatnanna og hins vegar einkanúmerin sem geta innihaldið séríslenska bókstafi. Við ætlum að grípa ólík form af númeraplötum við hin ýmsu birtuskilyrði. Íslensku númeraplöturnar eru með endurskini og það getur haft áhrif á næmi búnaðarins,“ segir Jónas í umfjöllun um mál etta í Morgblaðinu í dag.

Hann sagði að flestir framleiðendur svona búnaðar styddust við gervigreindarlausnir sem geta lært á nýjar gerðir númeraplatna. Til þess þurfa þeir að fá ákveðið safn sýnishorna til að styðjast við og nú er verið að safna þeim hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: