Toyota RAV4 söluhæsti sportjeppinn

Tilkoma hins nýja RAV4 er rafmögnuð.
Tilkoma hins nýja RAV4 er rafmögnuð.

Toyota RAV4 er söluhæsti bíllinn á heimsvísu í flokki sportjeppa, frá áramótum til júníloka. Bætir bíllinn við sig 8,4% í sölu frá sama tímabili í fyrra.

Í öðru sæti varð Honda CR-V sem bætti við sig 15,5% í sölu og í því þriðja Volkswagen Tiguan sem tapaði 10,7% sölunnar frá í fyrra.  Í heildina varð 4,1% sölusamdráttur í flokknum.

RAV4 seldist í 441.581 eintökum á tímabilinu, CR-V í 381.464 og Tiguan í 370.694.

Í næstu sætum urðu Hyundai Tucson, sem fór í 255.048 eintökum (-10,3%),  Kia Sportage í 243.448 eintökum (1,8%), Nissan Qashqai í 239.624 (-12,2%), Chevrolet Equinox í 219.530 eintökum (-0,1), Mazda CX-5 í 217.385 (-9,6%), Nissan Rogue í 195.800 eintökum (-18,0%) og Mercedes GLC í 190.678 eintökum (-3,0%).
 

Hinn nýi Toyota RAV4 tvinnbíll á ferð í baklandi Barcelona.
Hinn nýi Toyota RAV4 tvinnbíll á ferð í baklandi Barcelona.
Dýnamískur RAV4 og liggur vel á öllum vegum með lækkuðum …
Dýnamískur RAV4 og liggur vel á öllum vegum með lækkuðum þyngdarpunkti.
Honda CR-V er næst söluhæsti jeppinn.
Honda CR-V er næst söluhæsti jeppinn.
VW Tiguan
VW Tiguan
mbl.is