45.000 panta bíl sem er ekki til

Mini Cooper SE rafbíllinn.
Mini Cooper SE rafbíllinn.

Mikil eftirvænting ríkir vegna Mini Cooper SE, fyrsta hreina rafbíls Mini í Evrópu. Framleiðsla á honum er ekki hafin en samt hafa 45.000 pantað eintak frá því pöntunarbækur voru opnaðar í nýliðnum júlí.

Mini Electric var frumsýndur í júlí og honum er lýst sem bíl sem almenningur muni í raun hafa efni á að kaupa. Ljóst er að Mini ætlar ekki í samkeppni við aðra rafbíla um drægi, bíla á borð við Hyundai Kona Electric, heldur er bílnum ætlað að höfða til borgarbúa og annars þéttbýlisfólks en þar stendur Honda E honum nær í keppni.

Vegna þessa eru rafhlöður bílsins í hófsamara lagi, eða 32,6 kílóvattstundir. Drægi á bilinu 200-230 km er heitið og úr kyrrstöðu í hundraðið kemst Mini-inn á 7,3 sekúndum. Aðeins hálfa klukkustund tekur að hlaða tóman rafgeymi í 80% við hraðhleðslu.

Áætlað er að framleiðsla Mini Cooper SE hefjist í Oxford 1. nóvember næstkomandi, daginn eftir brottför Breta úr Evrópusambandinu. Rafrásin verður framleidd í Þýskalandi en flutt til Bretlands til ísetningar í bílinn. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: