Fjórðungur brátt seldur á netinu

Sala nýrra bíla er að færast að hluta til yfir …
Sala nýrra bíla er að færast að hluta til yfir á veraldarvefinn.

Allt er breytingum undirorpið og með sönnu má segja að það eigi vel við um bílaframleiðslu og bílasölu og notkun bíla.

Það er ekki langt um liðið frá því bílaframleiðendur og bílaumboðin tóku netið í þjónustu sína. En nú er svo komið að árið 2025 verður að minnsta kosti fjórðungur allra nýrra Mercedesbíla seldur á netinu.

Þessu heldur fram Britta Seeger sem situr í stjórn Daimler, móðurfélags Mercedes-Benz, og fer með bílasölumál þar.

Hefur Mercedes verið að þróa með sér nýja söluherfræði fyrir næstu ár undir slagorði sem í léttri þýðingu hljómar sem „besta neytendareynslan 4.0“. Í dag hefur Mercedes upp á að bjóða um það bil 80 mismunandi stafrænar lausnir fyrir notkunargildi bíla sinna. Þegar á árið líður verður þeim öllum safnað saman undir einu appi. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: