Í takt við þróun markaðarins

Bílasala umboðanna í nýliðnum ágústmánuði og frá áramótum.
Bílasala umboðanna í nýliðnum ágústmánuði og frá áramótum.

Alls voru 904 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi í nýliðnum ágústmánuði, þar af 207 af merkjum bílaumboðsins BL, eða um 23%.

Það sem af er ári er markaðshlutdeild BL um 28% og hefur hún haldist óbreytt frá sama tímabili 2018, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fyrstu átta mánuði ársins voru alls 10.072 fólks- og sendibílar nýskráðir, 38,7% færri en á sama tímabili 2018 þegar þeir voru 16.428 og hefur hlutfallstala BL á markaðnum haldist nær óbreytt á tímabilinu.

Af merkjum BL í ágúst var Hyundai með flestar nýskráningar, alls 62. Næstur var Nissan með 31 og síðan Renault með 29. Fast á hæla hans var Dacia með alls 25 skráningar.

Sala einstakra bílmerkja í ágúst og það sem af er …
Sala einstakra bílmerkja í ágúst og það sem af er ári.
mbl.is