Í höndum bílþjófa eftir aðeins 10 sekúndur

Bílþjófar ganga fagmannlega til leiks.
Bílþjófar ganga fagmannlega til leiks.

Hætta er á að ekki taki bílþjófa nema nokkrar sekúndur að opna marga af nýjustu einkabílunum og aka þeim á brott. Þetta geta þeir með því að notfæra sér veikleika í lykillausum aðgangi að bílunum.

Kerfið gerir ökumönnum kleift að opna bíla sína og ræsa í gang án þess að taka kveikjulykilinn úr buxnavaxanum. Breska bílablaðið What Car? prófaði sjö mismunandi bílamódel með búnaði af þessu tagi.

Eftir aðeins 10 sekúndna fikt voru DS 3 Crossback og Audi TT RS opnir og þeim ekið á brott. Aðeins lengri tíma, eða 30 sekúndur, tókst að komast inn í Land Rover Discovery Sport TD4 180 HSE og 20 sekúndum eftir að ráðist var til atlögu við Land Rover Discovery SD6 306 HSE var honum ekið á brott. Nokkru lengri tíma tók að ná valdi á Mercedes A-class, A220 AMG Line, eða 50 sekúndur og eftir 60 sekúndur lágu BMW X3 xDrive og Ford Fiesta 1,0 Ecoboost 140 ST-Line X í valnum.

Af hálfu What Car? segir að öryggissérfræðingar þeirra hafi brúkað sömu tæknitól og bílþjófar beita við iðju sína.

Bílþjófnaðir hafa færst mjög í vöxt í Englandi og Wales síðustu misserin og hafa ekki verið fleiri í átta ár. Var rúmlega 106.000 bílum hnuplað þar í fyrra. Þá segir að bótabeiðnir til tryggingafélaga vegna þjófnaða hafi ekki verið fleiri á ársfjórðungi en á fyrstu þremur mánuðum ársins 2012. Telja félögin lykillausan aðgang að bílum skýra aukninguna að hluta.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »