Ökumenn Subaru WRX oftast gómaðir

Subaru WRX er sportlegur og til hraðaksturs kjörinn. Allir ættu …
Subaru WRX er sportlegur og til hraðaksturs kjörinn. Allir ættu þó að aka á löglegum hraða og í samræmi við aðstæður.

Þótt rauður sé algengasti bílaliturinn þá er það ekki liturinn sem veldur því hvaða bílar eru oftast sektaðir fyrir hraðakstur í Bandaríkjunum. Þar ræður hátterni ökumannsins á vegunum fyrst og fremst.

Vefsetrið insurify.com rannsakaði tryggingar 1,6 milljóna ökumanna og kom þá í ljós, að rúmlega 11% allra bandarískra ökumanna hafa hlotið að minnsta kosti eina hraðasekt á ferlinum.

Og þótt sektir séu skrifaðar út á ökumenn en ekki bíla er engu að síður að hægt að lesa út úr tryggingaskýrslunum að ökumenn tiltekinna bílamódela eru mun líklegri en aðrir að fá hraðasekt.

Birtir insurify lista yfir þá tíu bíla sem komu oftast við sögu hraðasekta. Kemur í ljós að það eru ekki endilega sportlegir bílar sem laða blýþunga bensínfætur að sér.

Hlutfallslega flestar sektir hlutu ökumenn Subaru WRX. Rúmlega fimmtungur þeirra hefur verið sektaður, sem er 60% hærra hlutfall en meðaltalið. Má svo nefna að í fimmta sæti eru ökumenn á fjögurra dyra Jeep Wrangler en 15% þeirra hafa verið sektaðir minnst einu sinni.

Og vefritið segir athyglisvert að kaupverð allra bílanna á listanum er lægra en meðalverð fólks- og fjölskyldubíla í Bandaríkjunum. Í því sambandi er þess getið að ungir ökumenn séu líklegri en aðrir til að kaupa ódýra bíla enda líklegri til að verða sektaðir fyrir hraðakstur en eldri ökumenn.

Sem fyrr segir var Subaru WRX í efsta sæti á hraðasektalistanum, í öðru sæti Scion FR-S og því þriðja Volkswagen GTI. Þar á eftir komu – í þessari röð – Hyundai Genesis Coupe, Jeep Wrangler Unlimited, RAM 2500, Dodge Dart, Infinity G37, Subaru Impreza og í því tíunda Honda Velostar.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »