Vision EQS hugmyndabíllinn frumsýndur

Angela Merkel kanslari Þýskalands kynnti sér hinn nýja Vision EQS …
Angela Merkel kanslari Þýskalands kynnti sér hinn nýja Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt. AFP

Mercedes-Benz frumsýndi hugmyndabílinn Vision EQS á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. Bíllinn fékk að vonum mikla athygli á sýningunni enda sýnir hann framtíðina fyrir stóran, 100% rafknúinn lúxusbíl.

„Vision EQS sýnir öflug áform Mercedes-Benz í rafbílavæðingunni. Vision EQS er með drægi upp á allt að 700 km samkvæmt WLTP stöðlum. Hann hefur 350 kW afl og togið er alls 760 Nm. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraiið á innan við 4,5 sekúndum. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum,“ segir í tilkynningu.

Bíllinn er hannaður af EQ deild Mercedes-Benz. Vision EQS er framúrstefnulegur í hönnun en um leið glæsilegur lúxusbíll. Bíllinn er búinn allri nýjustu tækni frá Mercedes-Benz og þar er m.a. að finna nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Hann er búinn nýjasta Level 3 kerfi til sjálfaksturs. Mercedes-Benz segir bílinn verða að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af digital framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti.

„Innanrýmið er hannað í anda lúxussnekkja og mun bjóða upp á mestu þægindi og lúxus sem völ er á í bíl. Mælaborðið og stjórntakkar er sérlega nýstárlegt og sýnir hvað framtíðin mun bera í skauti sér. Hugmyndabíllinn Vision EQS markar tímamót að því leyti að þetta er fyrsti stóri lúxusbíllinn sem kemur fram á sjónarsviðið sem er hreinn rafbíll,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Búist er við að EQS komi í framleiðslu eftir 2-3 ár. Gera megi ráð fyrir því að bíllinn verði sjáanlegur á Íslandi snemma eftir að framleiðsla hefst þar sem Bílaumboðið Askja verður eitt af umboðum Mercedes-Benz sem er fyrst til að fá EQ bíla til afhendingar.

Mercedes-Benz hyggst vera komið með yfir 10 rafbíla á markað árið 2022 og yfir 30 bíla þegar tekið er tillit til tengiltvinnbíla (EQ Power). Síðar muni Mercedes-Benz síðan koma með 100% rafdrifna bíla úr smiðju AMG. Mjög mikið sé um að vera í EQ línu Mercedes-Benz. EQC hafi fengið mjög góðar viðtökur hér á landi og EQV rafbíllinn sé væntanlegur á næsta ári en síðan koma EQA og EQB innan 12 mánaða.

EQA er byggður á GLA, og EQB er 7 manna bíll byggður á GLB. Það má því með sanni segja að framtíðin sé rafmögnuð hjá Mercedes-Benz.

Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt.
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt. AFP
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt.
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt. AFP
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt.
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt. AFP
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt.
Vision EQS á bás Mercedes-Benz í Frankfurt. AFP
Starfsmenn Mercedes-Benz standa við hinn nýja Vision EQS ásamt forstjóra …
Starfsmenn Mercedes-Benz standa við hinn nýja Vision EQS ásamt forstjóra Daimler, Ola Kaellenius á bás Mercedes í Frankfurt. AFP
mbl.is