Fagna 100 ára afmæli Citroen

Citroen Cactus Origins verður frumsýndur hjá Brimborg á laugardag.
Citroen Cactus Origins verður frumsýndur hjá Brimborg á laugardag.

Brimborg fagnar 100 ára afmæli Citroën með frumsýningu á afmælisútgáfum Citroen C3 Aircross Origins og Citroen C4 Cactus Orgins næstkomandi laugardag, 21. september.

Sýningin mun standa yfir frá klukkan 12 til 16 á laugardag í húsakynnum Brimborgar að Bíldshöfða 8. Á henni verða í gildi „frábær afmælistilboð“, eins og segir í tilkynningu. Verðlækkanir á afmælisbílunum verður á bilinu 330-500 þúsund krónur.

Citroen hefur verið hluti af daglegu lífi jarðarbúa síðan 1919 og fagnar því aldar afmæli á þessu ári. „Citroen er innblásin af lífi fólks í öll þessi ár og löngun þeirra til að hafa frelsi til að fara á milli staða til upplifa nýja hluti og búa til minningar!,“ segir í tilkynningunni.

Til að fagna heilli öld framsækni og hugrekkis frumsýnir Brimborg tvær afmælisútgáfur, Citroen C3 Aircross Origins og Citroen C4 Cactus Origins. Þær einkennast af litasamsetningu  sem er hvítur, ljós grár, dökk grár og svartur.

C5 Aircross.
C5 Aircross.
Citroen C4 Spacetourer
Citroen C4 Spacetourer
Citroen C5 Grand Spacetourer
Citroen C5 Grand Spacetourer
Citroen C3.
Citroen C3.
Citroen C3 Aircross Origins
Citroen C3 Aircross Origins
mbl.is