Fimmföld frumsýning á hausthátíð Heklu!

Mitsubishi ASX verður frumsýndur hjá Heklu um helinga.
Mitsubishi ASX verður frumsýndur hjá Heklu um helinga.

Hekla blæs til hausthátíðar laugardaginn 21. september næstkomandi frá 12 til 16. Þar verða frumsýndir fimm nýir bílar, þar á meðal þrór tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni, sem og metanbíl.

Beðið hefur verið eftir tengiltvinnbílnum Volkswagen Passat GTE frá í byrjun árs og er biðin nú á enda. „Nýr og endurbættur Passat GTE sameinar kosti rafmagnsbíla og bíla sem knúnir eru með bensíni. Tengiltvinndrifið fer hljóðlaust í gang á raforkunni einni saman en drægi hefur aukist um 30% sem hentar þá ennþá betur að aka eingöngu á rafmagni í hefbundnum akstri Íslendinga. Til viðbótar kynnir Volkswagen nýja útgáfu af stýrikerfi sem er aðgengilegt með WE snjallsímaforritun og nú í fyrsta skiptið möguleiki að fá aðgengi að bílnum og ræsa með snjallsíma í stað hefðbundins lykils,“ segir í tilkynningu.

Audi kynnir nýjasta rafknúna ökutækið; kraftmikinn og sparneytinn Q5 í tengiltvinnútgáfu. Í aflrás hans standa 376 hestöfl til boða og dregur bíllinn allt að 40 km á rafmagninu einu. Hann er með fyrirferðalítið hleðslukerfi og hlaðinn tæknibúnaði sem veitir aukin þægindi og styður við sparneytinn akstur. „Kraftmikið og hrífandi ytra útlit Audi Q5 TFSI e fellur vel inn í fólksjeppahönnun Audi og 18 tommu felgur, sem eru staðalbúnaður, með fimm arma túrbínuútliti styðja við þetta yfirbragð,“ segir í tilkynningunni.

Mitsubishi frumsýnir tvo nýja bíla; sportjeppann ASX og hinn vinsæla tengiltvinnbíl Outlander PHEV 2020. Í honum er stærra og öflugra stafrænt útvarp, nýtt og endurbætt hljóðkerfi en bíllinn býðst áfram á sama grunnverðinu. ASX hefur fengið glæsilega andlitslyftingu í stíl við nýjar og skarpar hönnunarlínur Mitsubishi og hann er einnig aflmeiri en áður. Vélin hefur stækkað úr 1,6 lítra slagrými í 2,0 lítra. Vélin er nú 150 hö í stað 122 hö og dráttargetan hefur aukist um 100 kg og er nú 1300 kg.

Skoda með metanbíl

Skoda nýtir tækifærið og frumsýnir formlega metanbílinn Octavia G-Tec með nýju sniði. Metanknúna útgáfan er jafnglæsileg, rúmgóð og snörp og þær bensínknúnu en uppfærður G-Tec er með tvo metantanka sem tryggir lengra drægi á innlendri orku. Octavia G-Tec tryggir fjölskyldum og fyrirtækjum frábæran vistvænan kost.

Auk frumsýningastjarna dagsins verður 20% afsláttur af öllum aukahlutum hjá Heklu og glæsilegir bílar prýða sali Heklu í hólf og gólf. Það verða léttar veitingar í boði ásamt rjúkandi kaffi frá Kaffitári og allir eru velkomnir.

Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen Passat GTE.
Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen Passat GTE.
Skoda frumsýnir metanbílinn Octavia G-Tec hjá Heklu á laugardag.
Skoda frumsýnir metanbílinn Octavia G-Tec hjá Heklu á laugardag.
Audi Q5 er kraftmikill tvinnbíll.
Audi Q5 er kraftmikill tvinnbíll.
mbl.is