Askja með sérkjör á Kia

Sportage er að finna í breiðri bílalínu Kia.
Sportage er að finna í breiðri bílalínu Kia.
Bílaumboðið Askja verður með svonefnda „Sérkjaradaga Kia“ á föstudag og laugardag í Kia húsinu að Krókhálsi 13.
Valdir sýningabílar og lítið eknir reynsluakstursbílar verða þá boðnir til sölu á sérstökum sérkjörum sem aðeins munu verða í boði þessa tvo daga, og auk þess mun fylgja veglegur kaupauki öllum þeim bílum.

„Þarna er tilvalið tækifæri fyrir viðskiptavini að eignast nýjan bíl með 7 ára ábyrgð á frábærum kjörum, sölumenn okkar verða í samningahug og við bjóðum söluskoðun á staðnum og því ekkert til fyrirstöðu að aka heim á nýjum bíl,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia.

Um er að ræða bíla í hinni breiðu línu Kia allt frá smábílnum Picanto til sportjeppans Sorento, þar sem afsláttur af bílum er allt að ein milljón króna.
Opið er hjá Kia á Krókhálsi 13 frá 8-17 á morgun, föstudag, og 12-16 á laugardag.
mbl.is