Taycan rokkar í Frankfurt

Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt.
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt. AFP

„Frumsýning Porsche á fyrsta rafmagnaða sportbílnum sínum, Taycan, var að margra mati senuþjófur bílasýningarinnar í Frankfurt.“ 

Þannig er komist að orði í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi. Var stór hluti sýningargesta á bás þýska bílsmiðsins við afhjúpun bílsins sem líktist helst rokkhátíð.

Að sögn forsvarsmanna Porsche var yfirlýst markmið þeirra við þróun Taycan að koma með 100% rafmagnsbíl með eiginleikum sem sköruðu fram úr öllum þeim sem voru í boði á markaðnum. 

Í nefndri tilkynningu er haft eftir Thomasi Gregers, sölustjóra Porsche á Íslandi, að Taycan sé  sönnun þess að Porsche DNA-ið hefur verið tekið inn á nýja rafmagnaða braut. Hann segir viðtökurnar á heimsvísu hafi farið fram úr öllum plönum framleiðenda, en nýlega opnaði Porsche á Íslandi fyrir þann möguleika að forpanta Taycan til Íslands.

„Bílablaðamenn hafa hrósað Taycan í hástert og hann hlaut rokkstjörnumóttökur á bílasýningunni í Frankfurt nýlega. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við honum og eru fjölmargar forpantanir komnar í vinnslu hjá okkur,“ segir Thomas.

Fjölmennt var á bás Porsche er Taycan rafbíllinn var frumsýndur.
Fjölmennt var á bás Porsche er Taycan rafbíllinn var frumsýndur.
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt.
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt. AFP
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt.
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt. AFP
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt.
Hinn nýi Porsche Taycan rafbíll frumsýndur í Frankfurt. AFP
mbl.is