Hættir sölu dísilbíla í Evrópu

Rafbíllinn Honda er væntanlegur á götuna 2021.
Rafbíllinn Honda er væntanlegur á götuna 2021.

Japanski bílsmiðurinn Honda Motor Co hefur ákveðið að bjóða ekki upp á neina dísilbíla í Evrópu frá og með árinu 2021 og styrkja framboð sitt af rafdrifnum bílum í staðinn.

Markmið Honda er að bjóða ekki annað en rafknúna bíla í Evrópu árið 2025. Er þetta liður í að mæta harðnandi kröfum til bílaframleiðenda um takmörkun skaðlegs útblásturs. Segir Honda að árið 2030 verði rafdrifnir bílar tveir þriðju hlutar smíðisbíla fyrirtækisins, en nú er það hlutfall innan við 10%.

Honda er þriðji stærsti bílaframleiðandi Japans en hallað hefur undan fæti í umsvifum hans í Evrópu.

Frá og með næsta ári verður bílaframleiðendur að minnka koltvíildisefnislosun 95% bíla sinna niður í 95 grömm á kílómeter, en í dag er meðaltalslosunin 120,5 g/km. Magn gróðurhúsalofts hefur hækkað nýverið vegna þess að neytendur hafa snúið baki við sparneytnum dísilbílum og stóraukið kaup sín á jeppum.

Árið 2021 verða allir nýir bílar sem til sölu verða á Evrópusambandssvæðinu (ESB) að uppfylla losunarskilyrðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina