Sviptur stoltinu

Maðurinn ók á tvöföldum hámarkshraða, tæplega 260 km.
Maðurinn ók á tvöföldum hámarkshraða, tæplega 260 km.

Skeytingarlaus ökumaður var staðinn að hraðakstri á A16-hraðbrautinni í Frakklandi í vikunni. Á hann yfir höfði sér að fá bílinn hraðskreiða aldrei aftur.

Bifreiðin, sem er sportbíll af gerðinni Ferrari og með 325 km/klst hámarkshraða, mældist á 259 9km hraða, eða á tvölfalt meiri ferð en leyfilegt var (130 km/klst).
 
Liðsmenn vélhjóladeildar  herlögreglunnar í Somme-sýslu stóðu manninn að verki við bæinn Abbeville. Leist þeim lítt á athæfi mannsins enda hraðakstur helsta orsök banaslysa í umferðinni í Frakklandi.

Lögreglan birti mynd af bílnum brotlega og sagði frá málinu á facebooksíðu sinni. „Sá brotlegi varð að sæta sviptingu ökuréttinda á staðnum og hann verður fljótlega dreginn fyrir dóm,“ segir þar.

mbl.is