Koenigsegg á nýju hraðameti

Christian Von Koenigsegg (t.v.) og Sonny Persson við metbílinn, Koenigsegg …
Christian Von Koenigsegg (t.v.) og Sonny Persson við metbílinn, Koenigsegg Regera. .

Sænski ofurbíllinn Koenigsegg Regera setti nýtt hraðamet við aksturstilraun á Råda flugvellinum í Svíþjóð í síðustu viku.

Tók það bílinn aðeins 31,49 sekúndu að aka  úr kyrrstöðu upp í 400 km/klst hraða og aftur niður í kyrrstöðu, þ.e. 0-400-0 km/klst. á 2ja kílómetra langri flugbrautinni.

Undir stýri sat tilraunaökumaður Koenigsegg, Sonny Persson. Náði hann 400 km hraða aðeins 22,87 sekúndum eftir ræsinguna, sem er heimsmet í sjálfu sér. Nam Persson svo staðar aðeins 8,62 sekúndum seinna og samanlagður tími því 31,49 sek.

Sló hann þar með metið um 1,8 sekúndur, en það setti hann sjálfur á Koenigsegg Agera RS í hitteðfyrra, 2017. Verkfræðingar sænsku bílsmiðjunnar segja bílinn geta gert betur við hagstæðari aðstæður.

Stofnandinn og forstjórinn Christian Von Koenigsegg sagði eftir metið að með því gefist tækifæri til að sýna raunverulega getu einstaka gírskiptingu  Regera en í henni væri aðeins einn gír. Bíllinn er búinn heimsins fyrstu eins hraða tvinnaflrás sem býður ökumanni upp á 1.084 hestöfl frá 5,0 lítra V8 forþjappaðri vél með tveimur hverfilforþjöppum - og 1.479 hesta heildarafl með samspili þriggja rafmótora og vélarinnar.
 

Koenigsegg Regera er einstaklega straumlínulaga ofurbíll.
Koenigsegg Regera er einstaklega straumlínulaga ofurbíll.
Ofurbílar eru verulega frábrugðnir venjulegum einkabílum að stærð og lögun.
Ofurbílar eru verulega frábrugðnir venjulegum einkabílum að stærð og lögun.
mbl.is