1.817 hestöfl í léttum ofurbíl

Venom F5 ofurbíllinn undirgengst brátt aksturstilraunir.
Venom F5 ofurbíllinn undirgengst brátt aksturstilraunir.

Bílar sem fólk á flest að venjast eru með vélar í þeim sem liggja á bilinu 100 til 200 hestöfl. Því er hæpið að 1.817 hestafla bíll nýtist nema að litlu ráði til ferðalaga þar sem hámarkshraði er takmarkaður.

Stillingarfyrirtækið Hennessey Performance Engineering hefur nú staðfest, að hinn væntanlegi Venom F5 muni skila 1.817 hestum niður í malbikið, sé eftir fullu afli vélarinnar óskað.

 Hennessey er bandarískt bílastillingahús sem sérhæft hefur sig í að umbreyta sportbílum og ofurbílum ýmissa framleiðenda, svo sem Ferrari, Porsche, McLaren, Chevrolet, Dodge, Cadillac, Lotus, Jeep, Ford, GMC, Lincoln og Lexus.

Hennessey-vélin er umbreytt LS V8 vél með 6,6 lítra slagrými með áföstum hverfilþjöppum. Takmark Hennessey með bílnum er að hann velti Bugatti Chiron af stalli sem nýverið setti met með hraða upp á rúmlega 500 km/klst hraða.

„Takmark okkar er að smíða hraðskreiðasta  og mest spennandi götubíl með hæsta hlutfalli afls og þyngdar. F5 verður að minnsta kosti 450 kílóum léttari en Chiron og verður aflmeiri en hann,“ segir John Hennessey og bætir við að vegna kraftsins og getunnar gangi bíllinn undir viðurnefninu „óhemjan“.

Venom F5 ofurbíllinn undirgengst brátt aksturstilraunir.
Venom F5 ofurbíllinn undirgengst brátt aksturstilraunir.
Venom F5 ofurbíllinn undirgengst brátt aksturstilraunir.
Venom F5 ofurbíllinn undirgengst brátt aksturstilraunir.
Hennesseyvélin aflmikla fyrir Venom F5 bílinn.
Hennesseyvélin aflmikla fyrir Venom F5 bílinn.
Hennesseyvélin aflmikla fyrir Venom F5 bílinn.
Hennesseyvélin aflmikla fyrir Venom F5 bílinn.
mbl.is