39% vildu rafbíl sem eina heimilisbílinn

Rafbílar í hleðslu.
Rafbílar í hleðslu. mbl.is/​Hari

Í þýskri neytendakönnun sem birt var í vikunni sögðust 39% geta hugsað sér að heimilisbíllinn væri knúinn rafmagnni einvörðungu.

Hærra hlutfall, eða 45%, sagði rafbíl verða fyrir valinu sem heimilisbíll númer tvö.

Því hærri sem tekjur svarenda voru þeim mun meiri undirtektir við rafbíl sem heimilisbíl.

Þeir sem óku að meðaltali um 10.000 kílómetra á ári sögðust sátt við 365 kílómetra drægi bílsins. Aftur óti sögðust þeir sem óku kringum 30.000 km á ári þurfa á bíl með um 475 km drægi að halda.

mbl.is