Salan undir væntingum

Lager af bílum.
Lager af bílum.

Sala nýrra bíla á þessu ári hefur ekki staðist væntingar Bílgreinasambandsins (BGS).

„Áætlun BGS sem var upp á 15.500 fólksbíla mun ekki nást. Fyrstu níu mánuði ársins hafa selst 9.838 nýir fólksbílar og má því gera að árið endi í rúmlega 11.000 fólksbílum. Þetta gerir samdrátt upp á 38,4% milli ára,“ segir á heimasíðu sambandsins.

Þar kemur fram að bílasalan í júní í sumar hafi verið minni en meðaltalssala júnímánaða í áratug.

Sala notaðra ökutækja hefur ekki tekið eins skarpa dýfu en hefur þó dregist saman um 12,3% milli ára þegar horft er til fyrstu sjö mánaða ársins. Eigenda- og umráðaskipti eru komin í 78.166 á þessu ári samanborið við 89.156 á sama tíma fyrir ári.

mbl.is