Uppfærður Toyota C-HR

Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
Nýjasta útgáfa Toyota CH-R

Núverandi kynslóð Toyota C-HR er aðeins gengin hálfra ætlaðra lífdaga en engu að síður er nú von á markað ný og uppfærð útgáfa bílsins. 

Þar með gefst neytendum kostur á að velja milli tveggja afbrigða tvinnbílsins C-HR. Þessu er fagnað í Noregi en samkvæmt upplýsingum norska vegaeftirlitsins hafa 98,4% kaupenda bílsins í ár valið tvinnútgáfu drifrásarinnar.

Núverandi C-HR er með 1,8 lítra bensínvél og rafmótor,  sem býður samtals upp á 122 hestöfl. Nýi bíllinn verður enn öflugri. Hann er með tveggja lítra vél og rafmótor, samtals 184 hestöfl. Losar 1,8 lítra vélin 19 g/km af gróðurhúsalofti en 2,0 líters véln 118g/km.

Til viðbótar uppdateruðum aflrásum mun hinn nýi C-HR fá andlitslyftingu, bæði innandyra sem utan.

Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
Nýjasta útgáfa Toyota CH-R
mbl.is