Fleiri stúlkur vilja mála bíla

Frá námi í bílaiðngreinabraut í Borgarholtsskóla.
Frá námi í bílaiðngreinabraut í Borgarholtsskóla. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Enn fjölgar umsóknum um nám í bílgreinum, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu (BGS).

Fram kemur á heimasíðu sambandsins að 263 hafii sótt um nám í bílgreinum í Borgarholtsskóla nú í haust. Helst sé þar að nefna að aukning var á umsóknum um nám í bílamálun. Hafi og  fleiri stúlkur sótt um það nám en drengir.

„Það er mjög mikilvægt að við í atvinnulífinu undirbúum komu þessa fjölda nemenda og tryggjum að þeir hafi aðgang að fyrirtækjum okkar,“ segir á heimasíðu BGS.

mbl.is