Sölumet hjá Mercedes

Nýi sportjeppinn Mrecedes-Benz EQC,
Nýi sportjeppinn Mrecedes-Benz EQC,

Mercedes-Benz setti nýtt sölumet í september en þá seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn alls 223.838 bifreiðar á heimsvísu.

Aldrei áður hefur Mercedes-Benz selt svo marga bíla í september mánuði. Alls jókst salan um 10,4% miðað við september mánuð 2018.

Þá setti Mercedes-Benz sölumet á þriðja ársfjórðungi en alls seldust 590.514 bifreiðar frá bílaframleiðandanum á heimsvísu í júní, júlí og september. Söluaukningin er 12,2% miðað við sama ársfjórung 2018.

„Við erum afar ánægð að ná að setja sölumet bæði á þriðja ársfjórðungi og einnig í september mánuði miðað við erfiða tíma á bílasölumörkuðum,“ segir Britta Seeger, stjórnarmaður hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz.

Salan hjá Mercedes-Benz jókst í öllum heimsálfum en mest í Asíu og Eyjaálfu eða alls 17,6%. Í Evrópu jókst salan í ársfjórðungnum um 8,2%. Mesta söluakningin hjá Mercedes-Benz í Evrópu var í Frakklandi, Sviss, Belgíu, Danmörku og í Ungverjalandi.

Það er mikið um að vera hjá Mercedes-Benz en nýi sportjeppinn EQC, fyrsti hreini rafbíll bílaframleiðandans, er kominn í sölu um allan heim. Mercedes-Benz hyggst vera komið með yfir 10 raf­bíla á markað árið 2022 og yfir 30 bíla þegar tekið er til­lit til ten­gilt­vinn­bíla.

mbl.is