614 hestafla rafjeppi

Bollinger B1 kemur á götuna eftir um ár.
Bollinger B1 kemur á götuna eftir um ár.

Bandaríska nýsköpunarfyrirtækið Bollinger Motors spratt fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tveimur árum. Nú boðar hann hreinan rafjeppa.

Frumgerðarbílarnir tveir sem Bollinger kynnti til sögunnar nýverið eru hreinir og býsna ribbaldalegir rafbíll og ekki síðri  pallbíll.

Fyrirtækið hefur ekki enn smíðað einn einasta bíl en það líður að því. Stefnt er að því að B1 og B2, eins og bílarnir eru kallaðir, komi á götuna næsta haust.

Það tekur sinn tíma að þróa og svo framleiða kynjakvisti sem þá er Bollinger hefur nú kynnt og eiga sér, að því er virðist, enga hliðstæðu.
 
Hönnun B1-bílsins gæti hafa átt sér stað undir áhrifum frá Land Rover. Gamaldags jeppi að útliti en kjaftfullur af hvers kyns búnaði er gerir hann færan í flestan sjó.    

Bollinger B1 (nær) og B2 (fjær) koma á götuna að …
Bollinger B1 (nær) og B2 (fjær) koma á götuna að ári.
mbl.is