Bíða þess að verða sóttir

Lyklar í kippum hjá Aramis Auto.
Lyklar í kippum hjá Aramis Auto.

Getur nokkur getið sér til um hvað þetta eiginlega er og hvar myndin er tekin?

Hafi engin svarið á reiðum höndum fyrirgefst það algjörlega. Myndin var tekin á Aramis Auto í bænum Donzere í Drome sýslu í Frakklandi.

Á veggnum hanga lyklar að notuðum bílum sem þar bíða skoðunar og upphalningar hjá fyrirtækinu áður en þeir fara í endursölu. Eins gott að kippurnar séu vel og rétt merktar áður en þær fara upp á vegg þennan. Ekki er annað að sjá en þar sé allt í röð og reglu.

Svo sem má sjá á skilti efst  á myndinni þá eru lyklarnir að bílum sem búið er að skoða og lagfæra í stöðinni.

Lóð Aramis Auto sem verkstæði og bílasala þess stendur á í Donzere er fjögurra hektarar. Um hana fara 12.000 bílar á ári sem boðnir eru til sölu víðsvegar um Frakkland.

mbl.is