Hraðbrautir fá hraðamörk

Hraðbraut í Þýskalandi.
Hraðbraut í Þýskalandi.

Fyrirséð er að harðar deilur hefjist hvað úr hverju í Þýskalandi um hugmyndir um að ákveða hraðbrautunum þar í landi ákveðinn hámarkshraða.

Búist er við að þingið hefji senn umræður um þetta efni en það þykir í hróplegu ósamræmi við tíðarandann og aukinn vistvænan vilja þýskra yfirvalda að leyfa óbeislaðan hraða á hraðbrautunum.

Andstæðingar hámarkshraða hafa þegar risið upp og segja þeir áformin lið í grænmenningarstríði á hendur heimilisbílnum. Víst þykir að þræturnar geti orðið hatrammar því flokkur Græningja segir þessa afstöðu minna helst á þvaður bandarískra repúblikana gegn takmörkun vopnaeignar.

Búist er við að Græningjar leggi fram tillögu í þinginu síðar  í október um að lögbinda hámarkshraða á hraðbrautunum við 130 km/klst. Hafa engin takmörk verið á hraðbrautahraða í Þýskalandi.

mbl.is