Land Cruiser sögusýning

Toyota Land Cruiser 150.
Toyota Land Cruiser 150.

Laugardaginn 12. október næstkomandi verður Land Cruiser sögusýning hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota frá kl 12 - 16. Um þessar mundir fagnar Toyota þeim áfanga að 10 milljón Land Cruiserar hafa selst. 

Þann 31. ágúst rann Land Cruiser númer 10 milljón af færibandinu en fyrsti bíllinn í Land Cruiser fjölskyldunni leit dagsins ljós 1. ágúst 1951 og hét Jeep BJ.

Sá bíll var framleiddur fyrir Japansmarkað en útflutningur hófst með tilkomu Land Cruiser 20 fjórum árum seinna. Í fyrstu voru innan við 100 bílar fluttir út á ári en 1965 var útflutningurinn kominn í 100.000 bíla árlega. Nú er Land Cruiser seldur í 170 löndum og árssalan er 400.000 bílar.

„Land Cruiser jeppinn er í stöðugri þróun og reglulega koma nýjar og endurbættar útgáfur til að sinna ólíkum þörfum viðskiptavina út um allan heim,“ segir í tilkynningu.

Land Cruiser hefur um árabil verið vinsæll bíll á Íslandi „enda fellur hann vel að smekk Íslendinga sem kjósa bíl sem er bæði ljúfur borgarbíll og hörkutól við krefjandi aðstæður á fjöllum.  Sagt hefur verið að ef gerð yrði könnun meðal Íslendinga um það hvaða kostum bíllinn þeirra ætti að vera búinn og þarfir allra sameinaðar í einum bíl yrði útkoman Land Cruiser enda er hann oft nefndur Íslandsjeppinn.“

84% allra Land Cruisera hér á landi enn í umferð

12.779 Land Cruiser hafa verið skráðir á Íslandi frá því fyrstu bílarnir komu til landsins.  Athygli vekur að 10.719 Land Cruiserar eru nú í umferð og er því 84% allra Land Cruisera sem skráðir hafa verið hér á landi enn í umferð.

Toyota á Íslandi fagnar 10 milljón Land Cruiserum með sögusýningu hjá söluaðilum í Kauptúni Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi laugardaginn 12. október  kl. 12 – 16. „Þar má sjá nýja og notaða Land Cruisera, breytta Cruisera, uppgerða gullmola og vinnuþjarka sem þjónað hafa eigendum sínum lengi,“ segir í tilkynningunni.

Toyota Land Cruiser 150.
Toyota Land Cruiser 150.
Toyota Land Cruiser 150.
Toyota Land Cruiser 150.
Toyota Land Cruiser 150.
Toyota Land Cruiser 150.
mbl.is