Óhentug sæti dýru verði keypt

Vel ætti að fara um ökumann og farþega þessa Vaolvo-bíls.
Vel ætti að fara um ökumann og farþega þessa Vaolvo-bíls.

Rúmlega þriðjungur þeirra sem fara til vinnu á heimilisbílnum eða á milli staða tilkynnti sig veikan í a.m.k. einn dag á ári til vinnuveitandans vegna bakverkja sem raktir eru til bílsætanna.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir sænska bílsmiðinn Volvo. Í úrtaki 2.000 manna sem óku til vinnu eða í starfsins þágu reyndust 35% hafa tekið að minnsta kosti einn veikindadag vegna bakverkja síðustu 12 mánuðina.

Sé það yfirfært á 22.032.000 bíleigendur í Bretlandi er um gríðarlegt tjón fyrir efnahagslífið að ræða. Nemur framleiðnitapið 8,8 milljörðum punda á ári, eða sem svarar 133,8 milljörðum króna

Rannsóknin leiddi í ljós að tæplega fimmti hver bílstjóri hafði skipt um bíl og fengið sér einn sem boðið hefði upp á meiri sætisþægindi, í þeim tilgangi að verjast bakverk. Þriðjungur aðspurðra hafði leitað til læknis eða hnykkjara sem yfirfært mun hafa kostnað breska heilbrigðiskerfið 191,94 milljónir punda, jafnvirði um 29 milljarða króna.

Af rannsókninni þykir ljóst að 63% ökumanna setji sætisþægindi ofar öllum öðrum búnaði í bílum. Tíundi hver bílstjóri mun hafa upplifað það að farþegar hafi neitað að fara með honum vegna óþægilegra bílsæta.

Um 80% þjóðarinnar líða fyrir misjafnlega mikla bakverki. Eru þeir algengasta orsök fjarvista úr vinnu vegna veikinda. Af vinnuaflanum, sem telur 32,4 milljónir manna í Bretlandi, höfðu 12% tekið tvo veikindadaga vegna bakverkja og 13% fjóra. Þessu til viðbótar sagðist einn af hverjum tíu hafa tekið heila vinnuviku til að jafna sig á verkjunum og 5% höfðu farið fram á sjö daga veikindafrí eða meira.

Eins og svo oft áður koma karlmenn verr út úr rannsókn Volvo en konur. Gæti þar haft áhrif á að karlar aka að jafnaði meira en konur. Hafa 40% karla þurft að leita sér lækninga vegna óþægilegra bílsæta en 20% kvenna. Sögðust 15% karla oft þjást vegna bílsætanna á leið í og úr vinnu. Aðeins 25% kvenna þurftu að taka sér frí vegna vondra sæta.

Í könnun Volvo reyndust karlar hafa ekið tvöfalt lengra á degi hverjum en konur.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »