Lífgunartilraunir reyndar á MG

MGF blæjubílar frá 2010.
MGF blæjubílar frá 2010.

Hinn kínverski eigandi bílsmiðsins MG (SAIC) áformar að hleypa nýju lífi í merkið með  rafknúnum jeppa í Frakklandi.

Þar í landi munu vera á bifreiðaskrá alls 19.594 eintök af hinum opna og vinalega sportbíl, en um 15 ár eru frá því smíði MGF-bílsins var hætt. Flesta bílana er að finna á Parísarsvæðinu eða 2828, í Nouvelle-Aquitaine eru þeir 2358 og 2204 í Auvergne-Rhone-Alpes-svæðinu.

MG var breskt sportbílafyrirtæki en það fjaraði út árið 2005 og komst í eigu kínverska fyrirtækisins Nanjing Automobile Group. Reisti það smiðju í Nanjing og hóf framleiðslu á MGF-blæjubílum snemma árs 2007. Þraut það einnig örendi og hætti bílsmíðinni í Nanjing og Longbridge í Englandi eftir fjögur ár, 2011.

Nú er ætlunin að endurreisa þetta gamla og fornfræga bílmerki.

MGF blæjubíll frá 2010.
MGF blæjubíll frá 2010.
mbl.is