Porsche kynnir Taycan 4S

Porsche Taycan 4S
Porsche Taycan 4S

Hinn nýi rafsportbíll Porsche var frumsýndur í september síðastliðnum í þremur heimsálfum samtímis við mikla athygli.

Porsche hefur kynnt nýja útgáfu rafsportbíls síns, Taycan 4S. Þetta er þriðja módelútgáfa bílsins. Hann er fáanlegur með tveimur rafhlöðustærðum er skila 530 og 571 hestafli.

Taycan 4S fetar í fótspor Taycan Turbo og Taycan Turbo S. Með hvorri rafhlöðunni sem er kemst hann úr kyrrstöðu í hundraðið á 4,0 sekúndum. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund. Drægi með minni rafhlöðunni er uppgefið 407 km og 463 km með þeirri stærri.

Líkt og Taycan Turbo og Taycan Turbo S er Taycan 4S með drif á öllum fjórum hjólum. Tveir rafmótorar eru í aflarásinni, hvor á sínum öxli.

Porsche Taycan 4S
Porsche Taycan 4S
Porsche Taycan 4S
Porsche Taycan 4S
mbl.is