Síðasti Saab-inn undir hamarinn

Síðasti Saab-inn verður seldur á uppboði í Svíþjóð.
Síðasti Saab-inn verður seldur á uppboði í Svíþjóð.

Síðasti Saab bíllinn sem rann af færiböndum samsetningarsmiðju sænska bílsmiðsins er á  leiðinni á uppboð.

Tímamótabíllinn, módelið 9-3 Aero, hefur aðeins verið  keyrður 60 kílómetra. Ástæða þess er að hann hefur lengstum verið hafður til sýnis í Saab-safninu í Trollhättan í Svíþjóð

Að sögn uppboðshaldarans, Bilweb, hefur bílnum aðeins verið ekið á prófunarbraut við bílsmiðjuna í Trollhättan og annars staðar á verksmiðjusvæðinu.

Þegar bíllinn sá dagsins ljós var kínverska rafbílafyrirtækið NEVS orðið eigandi Saab-fyrirtækisins. Hóf það smíði á endurbættum 9-3 Aero árið 2013 en hætti henni svo undir árslok 2014. Aðeins voru smíðaðir 420 bílar.

Bíllinn er metinn á milli 350 til 450 þúsund sænskra króna, jafnvirði 4,4 til 5,7 milljóna íslenskra.  Hann er knúinn tveggja lítra og fjögurra strokka bensínvél með áfastri sjálfskiptingu. Lakkið er sagt demantssilfrað.

Síðasti Saab-inn verður seldur á uppboði í Svíþjóð. Hér er …
Síðasti Saab-inn verður seldur á uppboði í Svíþjóð. Hér er hann í samsetningarsmiðjunni í Trollhättan.
mbl.is

Bloggað um fréttina