Jaguar I-Pace bíll ársins á Íslandi

Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 á Íslandi.
Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 á Íslandi.

Jaguar I-Pace er bíll ársins á Íslandi 2020, samkvæmt niðurstöðum í vali bílablaðamanna. Voru þrír efstu bílarnir sem kepptu um stálstýrið allir í flokki sportjeppa.

 Jaguar I-Pace varð hlutskarpastur með 775 stig. Í öðru sæti varð Audi e-Tron með 754 stig og þriðja sætið kom í hlut Mercedes-Benz EQC sem hlaut 714 stig.

Það voru einkum framúrskarandi aksturseiginleikar, mikið afl og þægindi I-Pace sem heilluðu dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) og skiluðu sportjeppa Jaguar í toppsætið.

Í flokki minni fjölskyldubíla varð Toyota Corolla efstur, Mazda 3 í öðru sæti og Volkswagen T-Cross í því þriðja. Í flokki stærri fjölskyldubíla sigraði Peugeot 508, í öðru sæti varð Mercedes Benz B-Class og Toyota Camry í þriðja sæti.

Í flokki jeppa sigraði SsangYoung Rexton, í öðru sæti varð Jeep Wrangler og Suzuki Jimny í því þriðja. Jepplingaflokkinn sigraði Toyota RAV4, Mazda CX-30 varð annar og Honda CRV sá þriðji.

Kia e-Soul rafbíll ársins

Rafbílaflokkinn vann Kia e-Soul. Í öðru sæti varð Hyundai Kona EV og Opel Ampera í þriðja sæti. Eins og áður segir röðuðu rafjepparnir sér í þrjú efstu sætin í heildarvalinu, þar sem Jaguar I-Pace fékk flest heildarstig.

Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 á Íslandi.
Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 á Íslandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina