Þyngsta farartæki heims

Kranabíllinn er þyngsta farartæki heims sem skráð er til aksturs …
Kranabíllinn er þyngsta farartæki heims sem skráð er til aksturs í venjulegri umferð. Ljósmynd/Liebherr

Spurningin er hvert sé þyngsta farartæki heims skráð til aksturs á venjulegum vegum. Þar er ekki um neitt smáflykki að  ræða. 

Samkvæmt öruggustu heimildum bendir allt til þess að þar eigi í hlut kranabíll sem vegur heil 96 tonn. Nánar tiltekið Liebherr LTM 1500-8.1.

Er hér um að ræða byggingakrana á hjólum og það ekki fáum því bíllinn er á átta hjólöxlum. Hann er 22 metra langur og kraninn er útdraganlegur, frá 50 til 84 metra hæðar. Reyndar má  bæta einum hólknum við og getur hann þá náð allt að 145 metra hæð. Getur kraninn lyft allt að 500 tonnum og hámarkshraði bílsins í umferðinni er 80 km/klst.

mbl.is