Ný kynslóð Toyota Mirai

Ný Toyota Mirai er væntanleg á götuna seint á næsta …
Ný Toyota Mirai er væntanleg á götuna seint á næsta ári, 2020.

Toyota kynnir þessa dagana á bílasýningunni í Tokyo þróunarbíl annarrar kynslóðar vetnisbílsins Mirai.

Að sögn talsmanna Toyota mun þessi nýi Mirai marka þáttaskil í akstri og nýtni vetnisbíla. Í nýjum Mirai aukist drægi bílsins um 30% miðað við núverandi útgáfu sem dregur um 500 km á fullum vetnistönkum.

Frá því fyrsta kynslóðin kom á markað hefur Toyota selt um 10.000 eintök af Mirai. Þar af eru 58 eintök á norsku bifreiðaskránni. Áætlað er að nýja kynslóðin komi á götuna seint á næsta ári, 2020. Til að byrja með verður hann seldur í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: